Að tala við börn um stríð

Að tala við börn um stríð

Börn - hvort sem við köllum þau viðkvæm eða ekki - eru yfirleitt mjög næm á það hvernig foreldrum líður og taka nærri sér ósætti eða óhamingju foreldra. Stríðsfréttir mega ekki hafa algjöran forgang á vettvangi heimilisins og foreldrar eiga ekki að ekki rífast um stríðið fyrir framan börnin.

Börn - hvort sem við köllum þau viðkvæm eða ekki - eru yfirleitt mjög næm á það hvernig foreldrum líður og taka nærri sér ósætti eða óhamingju foreldra. Stríðsfréttir mega ekki hafa algjöran forgang á vettvangi heimilisins og foreldrar eiga ekki að ekki rífast um stríðið fyrir framan börnin.

Að hlusta

Lykillinn að því að tala við börn um stríð er að hlusta á þau; hlusta eftir því hvað þau vita og hvað þau lesa úr þeim fréttum sem þau heyra í umhverfi sínu. Vitneskjan og túlkun hennar getur verið ærið misjöfn. Svo þarf að mæta þeim þar sem þau eru.

Stundum þarf að leiðrétta hugmyndir þeirra. Lítil börn átta sig til dæmis oft ekki á staðreyndum eins og því hvar stríðið er - Írak getur í þeirra huga verið álíka langt í burtu og Keflavík og þau verða hrædd.

Þegar við hlustum á börnin getum við komist að því að þau hafa ekki sömu skoðun og við. Það er mikilvægt að virða skoðanir þeirra en benda þeim á að að forsendur stríðs eru flóknar og umfram allt að stríð er skelfilegt og að orð og gjörðir hafa afleiðingar. Það er hluti af uppeldi að kenna börnunum að það er manndráp er ekki skemmtiatriði í raunveruleikasjónvarpi CNN.

Unglingar eru nógu gamlir til að skilja að í stríði deyja börn á þeirra aldri, missa hendur og fætur, foreldra og vini. Og þar er líka mikilvægur hluti af uppeldinu að minna börnin á að þetta er ekki stríð milli trúarhópa eða kynþátta.

Mörg börn vilja hjálpa

Eðlileg viðbrögð fólks þegar það fréttir af miklum hörmungum sem snerta það djúpt er að vilja hjálpa. Þetta á líka við um börnin. Þau vilja oft fá að hjálpa og það er sjálfsagt að hvetja þau til þess - til dæmis að safna fyrir hjálparstarf. Það er rétt að styðja þau í því. Þeim líður sjálfum betur að hafa gert eitthvað sem hjálpar og þau læra um leið mikilvæga lexíu um samhjálp á hótel jörð.

Að biðja

Annað tæki til að hjálpa börnum sem finnst stríðið yfirþyrmandi er að biðja með þeim.. Bæn er einföld leið fyrir börnin til að létta af sér byrði áhyggja og ótta og fela hinum almáttuga þau mál sem þau standa vanmáttug frammi fyrir. Við kvöldbænirnar heyrum við líka oft hvaða hugsanir bærast með börnunum - bæði um stríðið í hinum stóra heimi og um stríðið á heimavelli, einelti og slagsmál í skólanum, stríðni og aðra erfiðleika sem eru daglegt brauð í umhverfi þeirra.