Yfirjarðnesk undur

Yfirjarðnesk undur

Gröfin opnast gerist virkur, gróskumáttur frelsarans/kærleikans. Yfirvinnur heljarháska himingeisli bjartra páska.

Yfirjarðnesk undur gerast

eyði runni loga fer.

Alvalds nafnið opinberast,

Einn ,, er Ég” sem heiminn ber.

Ei þó særir, brennir blossi,

blessun færir þyrnikrossi.

Syndar drep og dauðans myrkur

deyr í fórnarloga hans.

Gröfin opnast gerist virkur

gróskumáttur frelsarans/kærleikans.

Yfirvinnur heljarháska

himingeisli bjartra páska.

Lífsins Sunnu logatungur

lýsa fram úr sömu átt,

geislastraumur eilíft ungur

eykur lífs og trúarmátt.

Innstu hjartna helgidóma

himins gæða dýrðarljóma.

        G.Þ.I.