Da Vinci lykillinn - bannaður múslimum og kristnum?

Da Vinci lykillinn - bannaður múslimum og kristnum?

Margt áhugavert kemur fram í dagsljósið um þessar mundir. T.d. það að Færeyingum er ekki treystandi til að horfa á Da Vinci lykilinn í eigin bíóhúsum og að á Indlandi bætist kristnum hópum sem vilja hunsa hina umtöluðu bíómynd óvæntur liðsauki hjá múslimskum bræðrum sínum.

Margt áhugavert kemur fram í dagsljósið um þessar mundir. T.d. það að Færeyingum er ekki treystandi til að horfa á Da Vinci lykilinn í eigin bíóhúsum og að á Indlandi bætist kristnum hópum sem vilja hunsa hina umtöluðu bíómynd óvæntur liðsauki hjá múslimskum bræðrum sínum.

Ég veit ekki hvort er meira tímanna tákn. Færeyingar er sérstök stærð í trúarflóru Norðurlandanna og þar eru sterkir straumar íhaldsamrar heimatrúboðskirkju sem hefur ekki á sér neitt frjálslyndisyfirbragð. Færeyjar eru biskupsdæmi í dönsku þjóðkirkjunni sem hefur landfræðilegrar og menningarlegrar stöðu sinnar vegna mótast af öðrum hlutum en móðurkirkjan danska. Þess vegna er komin upp sú staða að færeyskir bíóeigendur vilja ekki tefla stöðu sinni og afkomu í neina tvísýnu með því að taka Da Vinci lykilinn til sýningar.

[poll=5]

Þegar bók Dan Browns um Da Vinci lykilinn kom út, sýndu kristnir menn víða um heim strax sterk viðbrögð við því sem þeir upplifðu sem viðsnúning og lygar um trú sína og það sem hún byggir á. Nú þegar sögunni hefur verið varpað á hvíta tjaldið skapast enn stærri hreyfing þeirra sem finnst að sér og sinni trú vegið. Viðbrögðin eru sterkust hjá rómversk-kaþólskum en ekki bundin við þá eina. Og ein áhugaverðasta hlið þessa máls er hvernig sumir múslimar taka framsetningu Da Vinci lykilsins á sögu og persónu Jesú til sín.

Heimsbyggðin er enn að átta sig á þeim frústrasjónum sem komu upp á yfirborðið eftir myndbirtingu Jótlandspóstsins á spámanninum Múhameð. Og nú er sem einhverjum múslimum þyki höggvið í sama knérunn, þar sem hinn vestræni skemmti- og neysluarmur nútímans tekur fyrir annan spámann sem múslimar heiðra og hafa í hávegum - Jesú Krist. Á Indlandi hafa til að mynda talsmenn múslima lýst yfir stuðningi við þá kristnu bræður sína sem vilja banna sýningar kvikmyndarinnar. Hvort sem hvatinn kemur frá þeirra eigin særðu trúartilfinningu eða samstöðu með öðrum indverskum minnihlutahópi er afstaða þeirra ljós og þeir eru reiðubúnir að láta verkin tala til að leggja áherslu á mál sitt.

Mér finnst þetta óendanlega áhugaverð staða sem er komin upp. Vegna þess að þessi stuðningur indverskra múslima og hótun um að beita ofbeldi til að fá fram vilja sinn, dregur fram ólíka grundvallarhætti þessara tveggja trúarhefða í samtímanum og setur hina indversku kristnu í eilitla snúna stöðu. Kristnir menn hafa yfirleitt ekki, hvort sem þeir tilheyra meirihluta eða minnihluta, farið fram með eins systematískum hætti og múslimar með kröfuna um að trú þeirra, boð og bönn, séu virt. Hvernig bregðast þeir við núna, þegar útrétt hönd múslima býður þeim til heilagrar baráttu við hið afhelgaða Vestur? Hvort ætla þeir að meta meira, eigin trúarlega sómakennd sem býður hnekki við spekúlasjónir um hjónaband Jesú og Maríu eða fyrirmynd frelsara síns sem bað fylgjendur sína að slíðra sverðin og elska óvini sína?

Alltént hlýtur þá múslimska samfélagið í Færeyjum að anda léttar.