Nú árið er liðið

Nú árið er liðið

Kirkjan er fólkið, við sem henni tilheyrum. Hún er því hvorki sterkari né veikari en við. Tímarnir eru erfiðir og sársaukinn í samfélaginu mikill. Það væri því undarleg kirkja sem stæði keik á meðan samfélagið allt og meðlimir hennar ganga í gegnum sársaukafullar breytingar. Það væri varla lifandi kirkja.
fullname - andlitsmynd Guðrún Karls Helgudóttir
30. desember 2011

Áramót

þegar völvurnar setja saman áramótaspár sínar og við lítum um farinn veg er ekki úr vegi að skoða hvernig árið 2011 hefur leikið kirkjuna eða hvernig við höfum farið með árið.

Árið sem brátt er liðið var að mörgu leyti erfitt en kannski var allur sársaukinn sem kirkjan gekk í gegnum forsenda þess að hún gæti haldið áfram á þroskabrautinni. Kirkjan er fólkið, við sem henni tilheyrum. Hún er því hvorki sterkari né veikari en við. Tímarnir eru erfiðir og sársaukinn í samfélaginu mikill. Það væri því undarleg kirkja sem stæði keik á meðan samfélagið allt og meðlimir hennar ganga í gegnum sársaukafullar breytingar. Það væri varla lifandi kirkja.

Er við lítum yfir farinn veg er hægt að bregðast við erfiðleikum ársins sem er að líða með því að kveinka sér og kenna öðrum, svo sem borgaryfirvöldum og fjölmiðlum. Við getum jafnvel kennt konunum, sem aldrei gátu þagað yfir ofbeldi fyrrum biskups Íslands, um erfiðleikana. Liðið er margt erfitt en einnig margt gott. Sumt tregum við en erum fegin að vera laus við annað. Við getum litið yfir árið sem er að líða og séð erfiðleikana sem byrjunina á einhverju góðu, auknum þroska kirkju sem vill ganga í takt við tímann og með fólkinu sínu. Við eigum konunum sem ekki létu þagga niður í sér margt að þakka. Kirkjan hefur tekið sig á í öllu því er hefur með viðbrögð við kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni að gera. Skýrsla kirkjuþings um viðbrögð kirkjunnar fólks við ásökunum á hendur Ólafs Skúlasonar fyrrum biskups kom út síðastliðið sumar og það er gott. Við erum rétt að byrja að bregðast við henni og okkur mun vonandi takast að vinna úr þeim upplýsingum sem hún hefur að geyma.

þegar við stöndum á þröskuldi nýs árs liggur fyrir að nýja árið verður ár tækifæra. Það verður spennandi að fylgjast með því hvort kirkjunni takist að grípa þessi tækifæri og nýta þau vel.

Guði sé lof fyrir fyrirgefninguna, fyrir það að við fáum að kveðja hið gamla og heilsa hinu nýja. Guði sé lof fyrir reynslu og hefðir. Guði sé lof fyrir breytingar.

kirkjunni alvara í því að verða lýðræðislegri hreyfing en hún hefur verið þá mun kirkjuþing vonandi ganga enn lengra á næsta ári í því að gefa fleirum kost á að kjósa kirkjuþingsfulltrúa og biskupa. Sé kirkjunni alvara með að verða enn réttlátara samfélag verða jafnréttismál sett í forgrunn, ekki síst þegar við veljum biskupa.

Lof sé Guði fyrir allt sem við höfum lært. Lof sé Guði fyrir tækifærin sem eru rétt handan við hornið.

Fyrir nokkru lá fyrir að tvennar biskupskosningar yrðu næsta sumar. Upp úr áramótunum verður væntanlega farið að ræða nánar hvernig biskup við viljum og hvernig biskup kirkjan þarf á að halda einmitt nú. Ég vona að við komumst að niðurstöðu sem leiðir til biskupskosninga sem verða farsælar fyrir kirkjuna.

Gleðilegt ár óska ég þér kæri lesandi. Megi blessun Guðs og friður fylgja þér á ári nýrra tækifæra!