Janani Luwum

Janani Luwum

Janani Luwum fæddist 1922 í þorpi á landamærum Uganda og Súdan. Hann fékk að ganga í skóla og gerðist kennari. á þrítugsaldri komst hann í kynni við trúarvakninguna í Austur Afríku og varð prédikari. Hann varð víðkunnur fyrir eldmóð sinn og vakti mikla andstöðu.
fullname - andlitsmynd Karl Sigurbjörnsson
17. febrúar 2009

Uganda d. 17. febrúar 1977

Janani Luwum fæddist 1922 í þorpi á landamærum Uganda og Súdan. Hann fékk að ganga í skóla og gerðist kennari. á þrítugsaldri komst hann í kynni við trúarvakninguna í Austur Afríku og varð prédikari. Hann varð víðkunnur fyrir eldmóð sinn og vakti mikla andstöðu. Luwum vígðist prestur í anglikönsku kirkjunni í Uganda 1956, stundaði guðfræðinám í Englandi og varð rektor prestaskólans í Bulwalasi. Þegar landið varð sjálfstætt árið 1962 hófust erjur milli hinna ýmsu þjóðarbrota. Þeagr Janani Luwum var vígður biskup í Norður Uganda árið 1969 voru forseti landsins, Milton Obote og herforingi hans Idi Amin viðstaddir. Tveim árum síðar steypti Idi Amin forsetanum af stóli og rændi völdum og stýrði landinu síðan með harðýðgi og spillingu. Minnst hundrað þúsund manna voru myrtir á valdatíma hans. Þannig var ástandið þegar Luwum varð erkibiskup yfir Uganda, Rwanda, Burundi og Boga-Zaire árið 1974. Hann boðaði sáttargjörð og forðaðist að taka afstöðu í stjórnmála deilum og ættflokkaerjum. Anglikanar og kaþólikkar unnu æ meir saman að lausn hinna erfiðu viðfangsefna í þessum löndum og fengu múslima til liðs við að koma á friði. Þegar erkibiskupinn lagði fram mótmæli við harðneskju öryggislögreglunnar voru kirkjuleiðtogarnir boðaðir til fundar í Kampala. Þeir voru niðurlægðir og þeim misþyrmt, en sleppt, nema Janini Luwum, sem var skotinn. Lík hans fannst aldrei.

Sjálfur andinn vitnar með anda okkar að við erum Guðs börn. En ef við erum börn erum við líka erfingjar og það erfingjar Guðs en samarfar Krists því að við líðum með honum til þess að við verðum einnig vegsamleg með honum.

Ég lít svo á að þjáningar þessa tíma séu ekki neitt í samanburði við þá dýrð sem á okkur mun opinberast. Róm 8.16-18

Píslarvottar vorra tíma. Lauslega byggt á bók Jonas Jonsson: Vår tids martyrer.