Ísrael 70 ára - fimmti hluti

Ísrael 70 ára - fimmti hluti

Það að arabalöndunum mistókst að ná aftur þeim landsvæðum sem glatast höfðu í Sex daga stríðinu varð til þess að landnám Ísraelsmanna jókst á hernumdu svæðunum, bæði á Vesturbakkanum og í Austur – Jerúsalem
fullname - andlitsmynd Þórhallur Heimisson
02. ágúst 2019


Það að arabalöndunum mistókst að ná aftur þeim landsvæðum sem glatast

höfðu í Sex daga stríðinu varð til þess að landnám Ísraelsmanna jókst

á hernumdu svæðunum, bæði á Vesturbakkanum og í Austur – Jerúsalem. Á

meðan Verkamannaflokkurinn fór með völd takmörkuðust

landnemabyggðirnar við svæði þar sem ekki var nein búseta fyrir. En

þegar hægrivængurinn vann kosningasigur og Menachem Begin varð

forsætisráðherra árið 1977, var hafist handa við að reisa

landnemabyggðir á eins mörgum stöðum á hernumdu svæðunum og hægt var

til að tryggja eignarhald Ísraelsmanna á hinu hernumda landi. Í dag

má telja landnema Ísraelsmanna í hundruðum þúsunda á hernumdum

svæðum Palestínu. Menachem Begin, forsætiráðherra Ísraels og Saddat

Egyptalandsforseti sömdu frið milli landanna árið 1979 - hið svokallða Camp

David samkomulag. Skiluðu Ísraelsmenn þá

Sínaískaganum til Egypta. Þrátt fyrir byltingar og blóðug

stjórnarskipti í Egyptalandi síðan stendur friðarsamkomulagið enn.

Eftir margra ára átök og mislukkaðar samningaumleitanir ákváðu

Ísraelsmenn og PLO, Frelsissamtök Palestínu, að semja frið árið 1993.

Samningurinn kallast Oslóarsamkomulagið, enda samið um það í Osló.

Palestínumenn fengu samkvæmt því rétt til að stjórna eigin málum á

Vesturbakkanum og í Gasa á móti því að viðurkenna tilverurétt Ísraels.

Enn hefur ekki verið hægt að ganga frá samningum sem skilgreina þetta

svæði nánar. Og smátt og smátt hafa samningar fjarað út.

Palestínumenn

eru auk þess klofnir í anstöðu sinni. Fatah sem er pólitísk hlið PLO

stýrir Vesturbakkanumen. Hamas samtökin Gasa. Hamas viðurkennir ekki

tilvist  Ísraels og hefur háð margar styrjaldir við Ísraelsmenn,

skotið rakettum á landsvæði þeirra og gert sjálfsmorðssprengjuárásir.

Ísraelsmenn hafa svarað af fullri hörku með loftárásum og hernaði á

landi. Nú hafa Hamas og Fatah samið frið sín á milli.

PLO var stofnað 2. júní 1964 í Kaíró. Yasser Arafat var eiðtogi PLO

frá 1969 til dauðadags árið 2004. Hann stofnaði Fatah hreyfinguna. Al

Aqsa hreyfingin var hernaðararmur þeirra og háði hreyfingin lengi

skærustríð við Ísrael. PLO var staðsett fyrst í Jórdaníu en síðan

Líbanon. Þeir tóku þátt í borgarastríðinu þar. Þegar Ísrael réðst inn

í Líbanon 1982 flúði stjórn PLO til Túnis

Hamas hreyfingin var stofnuð 14. Desember 1987 á Gaza. Nafn

hreyfingarinnar er stytting á arabíska heitinu “Íslamska

andspyrnuhreyfingin”. Hamas varð til í fyrstu Intifatauppreisn Palestínumanna.

Intifada merkir uppreisn eða það að hrista af sér - í þessu tilfelli ok kúgara.

Fyrsta sjálfsvígsárásin sem Hamas stóð að var gerð árið 1994. Síðan

skipta þær hundruðum. Hreyfingin var kosin til valda á Gaza árið 2006.

Auk þeirra styrjalda sem hér hafa verið nefndar hafa Ísralsmenn og

arabar háð marga aðra hildina í 70 ára sögu Ísraels. Þar má nefna að

Ísraelsmenn hafa gert margar innrásir í Gaza og í Líbanon. Og á sjöunda

áratugnum stóðu PLO samtökin fyrir mörgum hryðjuverkaárásum og flugránum

víða um heim. Árið 1982 sóttu hersveitir Ísraela allt að Beirut í Líbanon með

stuðningi líbanskra skæruliða.


Markmiðið var að hrekja PLO þaðan, en þá voru höfuðstöðvar þeirra þar.

Innrásin var gagnrýnd gríðarlega á alþjóðavettvangi, sérstaklega fyrir

fjöldamorð sem voru framan í flóttamannabúðum Palestínuaraba í Sabra

og Shatila.
 

Árið 2002 byrjuðu Ísraelsmenn að reisa múr kringum Vesturbakkann eftir

Intifada – uppreisn Palestínumanna. Markmiðið var að hindra

sjálfsmorðssprenguárásir. Hann er um 800 km að lengd og minnir víða á

Berlínarmúrinn. Alþjóðadómstóllinn í Haag lýsti því yfir árið 2004 að

múrinn brjóti gegn alþjóðalögum. Sjálfsvígsárásum hefur fækkað en

múrinn hefur gert líf Palestínumanna illþolanlegt. 

Það er því miður erfitt að benda á lausnir á þessum átökum öllum.

Alþjóðasamfélagið hefur stutt tveggja ríkja hugmyndina svokölluðu, um

tvö sjálfstæð ríki Ísraels og Palestínu. En margir halda því fram að

ekki sé lengur mögulegt að koma þessari hugmynd í verk vegna landnáms

Ísraela. Aðrir hafa lagt til sambandsríki Vesturbakkans og Jórdaníu.

En þá verður Gaza útundan.  Eitt sameinað ríki virðist líka fjarri, því gyðingum

fjölgar hægt en aröbum

þess hraðar og yrðu gyðingar fljótt í minnihluta í slíku ríki. Ekki má gleyma að

¼ borgara Ísraels eru ekki gyðingar. Ekki hefur nýjasta aðgerð Donalds

Trump Bandaríkjaforseta lægt öldurnar, að flytja sendiráð USA til Jerúsalem og

viðurkenna hana sem höfuðborg Ísraels.