Íklæddur Kristi

Íklæddur Kristi

Á þessum degi ákalla ég himna alla til vitnis um það að ég hafi íklæðst Kristi. Ég kýs engan annan Drottin en Skapara himins og jarðar

Á degi heilags Patreks (389-461að talið er ) 17. mars

Forn írskur trúarvitnisburður, kenndur við heilagan Patrek, postula Írlands

Á þessum degi ákalla ég himna alla til vitnis um það að ég hafi íklæðst Kristi.

Ég kýs engan annan Drottin en Skapara himins og jarðar

Á þessum degi geng ég með Honum og Hann með mér.

Ég tengi mig fast við þann sama Jesú sem kom í heiminn í holdi og blóði og var sjálfur skírður í ánni Jórdan.

Hann dó á krossi til að bjarga mér, losaði fjötra dauðans sem sigurvegari. Hann hvarf sjónum til þess að koma aftur enn staðfastlegar enn fyrr. Á þessum degi tengi ég öll þessi sannindi og kraft þeirra fast við mig.

Ég stend gegn sjálfshyggju minni og synd og hafna því að lifa sem þræll jarðnesks auðs, skemmtana, álits og metnaðar og afneita Satani og öllum lygum hans. Á þessum degi ákalla ég himna alla til vitnis um það að ég hafi íklæðst Kristi.

Þýð: Gunnþór Þ. Ingason