Guðsást, traust og tilbeiðsla á þjóðhátíðardegi

Guðsást, traust og tilbeiðsla á þjóðhátíðardegi

Guð sem skapar tímann, kallar okkur til að minnast þess og helga honum tíma og stundir,- ekki bara helgistundir í gróðureit hinnar frjálsu náttúru, eða í honum helguðu húsum, heldur fyrst og fremst við vöggu barns og rúm með bænarorðin sem fyrst bæra varir hins ómálga og sem síðust lifa á vörum öldungs í andláti hans.

Guð sem í árdaga oss reisti bústað á jörðu, kallaði ljósið frá myrkri, landið úr sævi, skapaði Ísland með eldi.

Þjóð vor hin íslenska alin hjá Þingvallabergi valdi sér leiðsögn í Kristi, kölluð af honum, þáði hans líf sér til lausnar.

Guðs andi heilagi, heyr þú er kirkja þín biður: Kom þú í Orði og mætti, endurnær börnin þín, umskapa lýð þinn sem landið. Amen

Náð sé með yður og friður frá Guði Föður og Drottni vorum Jesú Kristi. Amen.- og gleðilega þjóðhátíð.

Í fimmtu bók Móse stendur skrifað: Lestur. 5.Móse. 8. 7.10-11.

Drottinn, Guð þinn, mun leiða þig inn í gott land, inn í land með lækjum, lindum og uppsprettum sem streyma fram í dölum og á fjöllum. Þegar þú hefur etið og ert orðinn mettur skaltu lofa Drottin, Guð þinn, fyrir landið góða sem hann hefur gefið þér. Gæt þess þá að þú gleymir ekki Drottni, Guði þínum, og hættir að hlýða boðum hans, ákvæðum og lögum.

Þrír messudagar á árinu eru öðruvísi dagar. 17. Júní, 1. desember og sjómannadagurinn. Þessir þrír dagar eru sérstakir vegna þess að þeir eru í eðli sínu ekki einungis messudagar kirkju og trúar, heldur helgidagar þjóðarinnar allrar. Þeir minna okkur á að hin evangeliska luterska kirkja sem í ár fagnar 500 ára afmæli sínu, og er sérstaklega nefnd í stjórnarskrá lýðveldisins Ísland er þjóðkirkja á Íslandi. Og þó að ákvæðið væri fellt niður myndi skipulag hennar þurfa haldast óbreytt og það fyrirheit standa að hún vilji tryggja samfellt net kirkjuþjónustu um allt okkar litla land sem er svo stórt þegar horft er til hinna dreifðu byggða. Hlutfallstala þjóðkirkjunnar af íbúafjölda landsins mun að líkindum halda áfram að minnka, því miður, en ábyrgð hennar á því að tryggja þjónustu um allt land mun haldast, ef hún vill rísa undir nafni og sinna köllun sinni. Þessi ábyrgð vex eftir því sem lengra er haldið héðan frá Dómkirkjunni í Reykjavík og Alþingishúsinu út til byggða landsins.

Þegar allt er farið úr byggðinni, skólinn, sparisjóðurinn, læknirinn, búðin og bensínsjoppan, er oft presturinn einn eftir, og því aldrei meiri ástæða en nú að missa hann ekki líka. Það er byggðamál ekki síður en trúmál. Mér vitanlega messar þvi miður enginn lengur 1. desember ef það er ekki sunnudagur, nema nemendur og kennarar í Háskóla Íslands að frumkvæði guðfræði- og trúarbragðafræðideildar. Sautjánda júní er óvíða messað, nema hér í Dómkirkjunni og að sjálfsögðu í Þingvallakirkju. Þó er enn víða komið saman á þjóðhátíðardegi í friðsælum reitum þessa lands af því að við höfum fyrir margt að þakka og biðja fyrir, enda einskis manns veröld alveg skuggalaus. Sorgin gleymir okkur ekki, áhyggjulaus getum við heldur ekki verið og kvíðann þekkjum við líka, en við getum engu að síður verið glöð yfir þessu landi og þessum degi og okkur sjálfum

Við búum við arf genginna kynslóða. Þau skiluðu okkur hingað. Og þegar okkur berast fréttir af stríðshrjáðum bræðrum og systrum, ekki langt undan og voðaverkum fólks sem eins og við vaknar til nýs dags og kveður liðinn, verðum við enn þakklátari. Líka fyrir það að ekki komi til árekstra af þessu tagi hjá okkur. Enn. Því að hæfileikann sem leitt getur til voðaverka eigum við öll. Við höfum séð fólk frá þeim stöðum þar sem stríð og blóðsúthellingar og óhæfuverk margskonar býr. Það er fólk sem er alveg eins og við.

Við búum við arf. Við myndum líka vilja reyna að varðveita hann og búa í haginn fyrir komandi kynslóðir, börnin okkar og barnabörnin. Við viljum gefa þeim það besta sem við höfum eignast á lífsleiðinni, - líka þegar verðmætamat þeirra er annað en okkar. Hvað eigum við að gefa ? Dálitla mold ? Ef maðurinn gleymir því að hann er sjálfur mold er hætta á að illa fari. Það þyrfti væntanlega ekki mörg umhverfissamtök í heiminum ef því væri ekki gleymt, og kannski væru engin öfgasamtök í þeim hópum nema því sé gleymt. Til þess að varðveita landið þarftu að vita eins og kynslóðirnar sem varðveittu það til þessa, að þú ert sjálf og sjálfur mold. En þú þarft meira - af því að þú ert meira. Til þess að misbjóða ekki því sem þér er trúað fyrir þarftu að vita að þú, líka þú sem ert landeigandi, ert ekki eigandi moldarinnar heldur umsjónarmaður. Það sem ég kalla mitt, á ég oftast alls ekki. Á ég börnin mín, á ég konu mína eða eiginmann, ættingja og forfeður og formæður? Moldin sem ég er, væri líflaus og dauð nema af því að Guð blæs í hana lífi. Það er lífsandinn, og andann á Guð, og moldina á Guð sem hefur skapað hvort tveggja. Moldin hverfur aftur til jarðarinnar þar sem hún áður var, en andinn til Guðs sem gaf hann, - þess minnumst við í hvert sinn sem við kveðjum einhvern úr hópnum. Þetta er hin hliðin á því að vera mold– það er hin gjöfin til barnanna og framtíðarinnar: Gleymdu ekki skapara þínum. Það er hann sem gerir þig að manni og reisir þig upp frá hinum dýrunum, til þess að þú gegnir þessu mikilvæga embætti í sköpun hans að annast um sköpunina og sonur hans Jesús Kristur kennir okkur til viðbótar að bera hag náungans fyrir brjósti.

Og hvernig tengist það 17 .júní? Ef okkur tekst að miðla þessu til komandi kynslóða megum við horfa vonglöð til komandi tíma og varðveita frelsi þjóðarinnar, sem þessi dagur er helgaður. Guð sem skapar tímann, kallar okkur til að minnast þess og helga honum tíma og stundir,- ekki bara helgistundir í gróðureit hinnar frjálsu náttúru, eða í honum helguðu húsum, heldur fyrst og fremst við vöggu barns og rúm með bænarorðin sem fyrst bæra varir hins ómálga og sem síðust lifa á vörum öldungs í andláti hans. Vertu Guð faðir faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni.

Það er umhugsunarefni að einungis sjómannadagurinn hefur haldið stöðu sinni sem reglulegur messudagur kirkju og þjóðar. Það er líkast til af því að þar er lífsháski þjóðarinnar ennþá nærri, þrátt fyrir næstum fullkomin tæki og búnað til fiskveiða og fraktflutninga. Þá mætti álykta að lífsháski þjóðarinnar að öðru leyti en sjómanna væri enginn. En að halda því fram væri bæði heimska og ábyrgðarleysi. Lífsháski þjóðar birtist okkur nú með ýmsum og nýjum hætti í ógn vegna hryðjuverka og loftslagsbreytinga. Saga okkar er að hluta til saga um ótta. Ótta við náttúruöflin, sem við erum oft svo óþægilega minnt á í þessu landi sem hafið umlykur og og skelfur stundum vegna landskjálfta og eldsumbrota. Sá ótti er enn til staðar. En hann er minni gagnvart því sem sagan greinir frá þegar tröll og forynjur voru talin búa á dularfullum stöðum og draugar í myrkrinu, jafnvel bak við næstu hurð. Það var og er sístætt erindi trúarinnar að kunngjöra ástæðu þess að við þurfum ekki að óttast. Ávarp trúarinnar er ávalt: Óttist ekki! Hvort sem það er andspænis opnum himni jólanæturinnar, við hina opnu gröf upprisumorgunsins , eða þegar gerir óveður og höf og vötn ógna lífi og Jesús sefur í bátnum, eða land skelfur. Jesús sem megnar að kyrra vötnin og vindinn, kyrrir líka óttann í sálinni.

Ógnin sem steðjar að er ekki mest utanfrá, heldur innanfrá, þegar óttinn hið innra tekur völdin. Þess vegna vilja þau sem reyna að ráða með því að dreifa fræjum óttans, að brjóta niður varnirnar að innan. Líka trúna. Sagan sýnir okkur hvernig við höfum með kynslóðunum brugðist við fjandanum í hverri þeirri mynd sem hið illa vill birtast: Signdu þig og farðu svo í gegn. Því að hann hopar fyrir óttaleysinu. Eini óttin sem við eigum að agta er guðsóttinn. Enda er hann ekki ótti, heldur guðsást og traust, tilbeiðsla og bænaiðja. Marteinn Luter sem við minnumst á þessu ári orti:

Þótt taki fjendur fjéð, já, frelsi og líf vort með, það happ þeim ekkert er, en arfi höldum vér. Þeir ríki Guðs ei granda.

Ritað er hjá Jeremía:

Þá skulu þeir vera mín þjóð og ég skal vera þeirra Guð, og ég vil gefa þeim eitt hjarta og eina breytni, svo að þeir óttist mig alla daga, þeim sjálfum til heilla og börnum þeirra eftir þá. (Jer. 32.38).

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda svo sem var í upphafi er enn og verða mun um aldir alda. Amen

---

English version:

God, who in the beginning built us a dwelling on Earth, brought forth light from the darkness, land from the sea, wrought Iceland from fire.

Our Icelandic nation born by the bluffs of Thingvellir chose Christ as its guide, called by him, accepted him so that it might be saved.

God’s holy spirit, heed the prayer of your church: Come in word and in power, invigorate your children, transform your people and land. Amen

Peace be unto you from the Father and our Lord Jesus Christ. Amen, and happy Independence Day.

In Deuteronomy it is written that: Reading Deuteronomy Chapter 8. Verse 7, 10-11.

For the Lord your God is bringing you into a good land, a land of brooks of water, of fountains and springs, that flow out of valleys and hills; When you have eaten and are full, then you shall bless the Lord your God for the good land which He has given you. Beware that you do not forget the Lord your God by not keeping His commandments, His judgments, and His statutes which I command you today.

Three mass days in the year are different from the others. They are June 17, December 1, and Seafarers Day. These three days are special not only because they are mass days for church and faith, but days sacred to the nation as a whole. They remind us that the Evangelical Lutheran Church, which is mentioned in Iceland’s constitution and celebrates its 500th anniversary this year, is the national church of Iceland. And even if the Article were abolished, its organisation would have to remain unchanged as well as its promise to ensure continuous church service all over our land that is so small, yet so large when you look to its sparse population. The proportion of the country’s population that belongs to the national church will unfortunately likely continue to diminish, but its responsibility for ensuring service all over the land will remain, if it wishes to live up to its name and answer its calling. This responsibility grows the further you go away from Reykjavik Cathedral and the Parliament House out to the more remote municipalities.

When the municipality has lost everything: the school, the savings bank, the doctor, the store and the gas station, it's often the alone priest who remains and thus it is more important than ever before not to lose him as well. This is a regional issue, as much as it is a religious issue. To my knowledge no one holds mass any more on December 1 unless it happens to fall on a Sunday, with the exception of the students and professors at the University of Iceland, on the initiative of the Faculty of Theology and Religious Studies. On June 17, masses are not widely held, except here in Reykjavik Cathedral and in of course in the Thingvellir Church. But people still gather on Independence Day, in some of the many peaceful spots in this country, for we have many things to be thankful for, and to pray for, since no man’s world is without shadow. Sorrow does not forget us, and neither can we be without worry, and disquiet we also know, but we can nevertheless rejoice in this land, and this day and in ourselves.

Ours is the heritage of the generations that have gone before us. They got us to where we are. And when we receive news of our brothers and sisters suffering the ravages of war, not so far away, and the atrocities committed by people who just like us wake to a new day and bid goodbye to the one just past, we become ever more grateful. Also for not having conflicts such as these in our midst. Yet. For the ability that may lead to atrocities is present within us all. We have seen people from places where war and bloodshed and atrocities reign. They are people just like us.

We have a heritage. We would like to preserve it, and lay the foundation for the coming generations, our children and grandchildren. We want to give them the best that we have gained in the course of our lives, even when their values are different from ours. What should we give? Some dust? If man forgets that he himself is dust, then danger is at hand. The world would not need many environmental organisations if this was remembered, and maybe there would be no extremist groups among them, were it not forgotten. To preserve the land you must know, like the generations that preserved it before you, that you are dust yourself. But you need more, because you are more. In order not to abuse the things that you are entrusted with, you must realise that you, also you who are a landowner, are not the owner of the dust, but its steward. That which I call mine, usually doesn’t belong to me at all. Do my children belong to me? Does my wife or husband belong to me? Do my relatives and ancestors belong to me? The dust that I am would be dead and void of life but for the life God breathes into it. That is the spirit of life, and the spirit belongs to God, and the dust belongs to God who is the creator of both. The dust returns to the ground it came from, but the spirit returns to God who gave it – this is what we remember every time we say goodbye to one of our fellow travellers. This is the far side of being dust, the other gift to the children and the future: Do not forget your creator. It is He who makes you a human and raises you above the other animals, so that you may assume the vital role in His creation of being its caretaker; in addition to which His son Jesus Christ teaches us to care for our fellow man.

And what does this have to do with June 17? If we succeed in imparting this to coming generations, we can look hopeful to the future, and preserve our nation's freedom, to which this day is dedicated. God, the creator of time, calls us to remember this and dedicate time and hours to Him, not just sacred moments in nature's garden or in buildings dedicated to Him, but first and foremost at the cradle and bed of a child with the words of prayer that first move the lips of the speechless young and that last linger on the lips of an old person who is dying. God the Father, be my Father in the name of the Saviour, Jesus Christ. Lead me by the hand so that I may reject all sin.

It is a subject worthy of contemplation that only Seafarers Day has retained its standing as a regular mass day for Church and nation. This is likely because in seafaring the nation’s peril is still close at hand, despite ever-improving tools and equipment for fishing and transport. One could draw the conclusion that the nation faced no peril other than that inherent in seafaring. But to maintain this would be both foolish and irresponsible. The peril faced by our nation takes new and different forms due to the dangers posed by terrorism and climate change. Our history is in part a story of fear. Fear of the forces of nature, that we are so often harshly reminded of in this country surrounded by the sea, where the ground itself sometimes shakes from earthquakes and volcanic eruptions. That fear is still present. But it is lesser than what history tells us it was when trolls and monsters were thought to live in mysterious places and ghosts lurked in the dark, even behind the next door. It was, and is, the steadfast role of faith to proclaim the reason we do not have to be afraid. Faith always proclaims: Be not afraid! Whether it is faced with the open sky of Christmas Night, the open grave on the morning of the resurrection, or when the weather rages and seas and lakes threaten lives and Jesus sleeps in the boat or the land shakes. Jesus, who stills the waters and the wind, also stills the fear in the soul.

The greatest threat isn't from the outside, but from the inside when the fear within takes over. This is why those who seek to rule by spreading the seeds of fear strive to break down the defences within. Also faith. History shows us how we have through every generation responded to the devil in whatever guise evil chooses to appear: Make the sign of the cross and press on. For he retreats before fearlessness. The only fear we should heed is the fear of God. For it isn't fear, but love of God and trust, worship and prayer. Martin Luther, who we commemorate this year, wrote:

And though they take our life, goods, honour, children, wife, yet is their profit small; these things shall vanish all: the city of God remaineth.

It is written in Jeremiah:

They shall be My people, and I will be their God; then I will give them one heart and one way, that they may fear Me forever, for the good of them and their children after them. (Jer. 32.38).

Glory be to God the Father, the Son and the Holy Spirit, as it was in the beginning, as it remains, and will be for evermore. Amen