Spilafíkn

Spilafíkn

Í starfi mínu sem prestur á sviði áfengismála hef ég nokkrum sinnum fengið það verkefni að ræða við spilafíkla. Spilafíkn getur stundum dulist lengur og betur en áfengissýki eða önnur fíkninefnaneysla. Það er vegna þess að spilafíkilinn ber ekki fíkn sína utan á sér með sama hætti og áfengissjúklingar og líkamlegir tilburðir verða ekki eins áberandi.

Í starfi mínu sem prestur á sviði áfengismála hef ég nokkrum sinnum fengið það verkefni að ræða við spilafíkla. Spilafíkn getur stundum dulist lengur og betur en áfengissýki eða önnur fíkninefnaneysla. Það er vegna þess að spilafíkilinn ber ekki fíkn sína utan á sér með sama hætti og áfengissjúklingar og líkamlegir tilburðir verða ekki eins áberandi. En engu að síður endar hún með sama hætti og hjá alkahólistum, þ.e. geðveiki eða dauða, nema mikið inngrip eigi sér stað.

Ég var að tala við eiginkonu spilafíkils um daginn og sagði hún við mig að spilafíknin væri það versta sem hún hefði kynnst á ævi sinni. Hún hafði líka kynnst alkahólisma og fannst sem hann væri hjómið eitt samanborðið við spilafíknina. “Hann getur bara komið einn daginn og sagt að íbúðin sé farin.”

Þó ég sé hafi ekki starfað lengi að þessum málum þá tek ég undir þetta. Menn verða helteknir og þegar þeir standa við kassann eða spilaborðið þá lifa þeir þá vissu að síðasta tap hafi bara verið til þess að næsti vinningur verði meiri. Í spilafíkninni hverfur fíkillinn algerlega frá raunveruleikanum og gefst mammoni fullkomlega á vald. Og þegar hin óendanlega sigurvissa um gróðann sem er að koma verður að hryllilegu tapi þá upplifa menn heiftarleg svik og óendanlega höfnun, jafnvel frá Guði. Og þegar slíkt endurtekur sig aftur og aftur í einvíginu við “einhenta bandíttinn” tekur við geðveiki og jafnvel dauðinn.

Til þess að komast út úr þessum verða menn að upplifa andlega vakningu og eignast trúna og traust á þann Guð sem gefur nýjan kraft og tilgang í lífinu.