Í þennan helga Herrans sal

Í þennan helga Herrans sal

Við söfnumst saman til að þakka fyrir þetta aldna Guðshús og fagna því hversu stórkostlega vel hefur verið unnið að því að fegra það og prýða svo að Þykkvabæjarklausturskirkja glitar nú og glóir eins og fegursti gimsteinn.

Í þennan helga Herrans sal vort hjarta leita griða skal, því úti herjar heift og stríð, en hér er eilíf blíðutíð. Svo kom þú hingað,kristin sál, ó, kom með heilög lofsöngsmál, kom hingað klökk og hjartans fús, í heimi finnst ei betra hús. Amen.

Við söfnumst saman til að þakka fyrir þetta aldna Guðshús og fagna því hversu stórkostlega vel hefur verið unnið að því að fegra það ogprýða svo að Þykkvabæjarklausturskirkja glitar nú og glóir eins og fegurstigimsteinn.

Þökk sé þeim öllum sem þar lögðu hönd að, beittu sér fyrir endurbótum, hugsuðuútfærslu þeirra og framkvæmdu þær. Hér hefur verið nostrað við hvert smáatriðiaf frábæru fagfólki með traustum og öruggum stuðningi og umhyggju ykkarheimafólksins og safnaðarins. Guð laun. Við þökkum í dag hinar mörgur hendur oghinn góða hug og það sem öllu skiptir í þessu samhengi. Fórnfýsi. Án hennarhefði ekkert gerst.

Hér hefur verið skráður nýr kafli í langri sögu þessa staðar og sögukristninnar í landinu. Byggingar og önnur mannanna verk hverfa, fúna ogeyðast en sagan stendur eftir. Trúin og sagan, minningin ogþekkingin eru dýrmætir fjársjóðir, og þakkarefni.

Ég ber ykkur kveðju biskups Íslands, séra Agnesar M. Sigurðardóttur sem ererlendis í leyfi, og ég ber ykkur sérstaka kveðju séra Karls biskups Sigurbjörnssonar, sem einnig er erlendis.

Við fögnum því að hér skuli standa þessi fagra kirkja sem gleður augu mannanna,sýnilegt tákn um ósýnilegan veruleika. Það getur farið framhjá nútímamanninumsem hingað kemur að hér er staður sem um svo margt fóstraði kristindóminn ílandinu og mótaði trúarhugsun og trúariðkun í kirkju og söfnuði. Hér varÞorlákur helgi valinn til forustu í klaustrinu ekki síst vegna þess að hann vareinn albest menntaði guðfræðingur rómversk-kaþólsku kirkjunnar á sinnitíð, ekki aðeins hér á landi heldur allrarkirkjunnar á vesturlöndum, hann sem mótaði síðar einnig skólahald og helgihaldí Skálholti og þaðan út til landsins alls.

Og hér var Eysteinn munkur sem Lilju orti sem allir vildu kveðið hafa, enda varog er það mikil kennsla í guðfræði í ljóðformi á vel skiljanlegu og einföldumáli þess tíma. Strax í fyrsta versi svarar það spurningunni um það hver Guð erog hvar. Hann er ekki innan þess tíma sem hann skapar heldur utan hans. Þannigsvarar Eysteinn þeim sem segja að maðurinn hafi búið sér til Guð, eins og maðurgerir sér kodda til að halla sér að.

Eysteinn Ásgrímsson, sem ýmsu sögum fer af, var mikillguðfræðingur sem bjó að því sem hér var kennt á dögum Þorláks, sem aðsínu leyti byggði á lærdómi Ágústínusar og rekja má hugleiðingarnar um tímann,allt til Platons. Og allt þetta rúmar hann í hálfu versi: Almáttugur Guð allra stétta, yfirbjóðandi engla og manna, ei þurfandi stað né stundir, stað haldandi í kyrrleiks valdi. Og Sigurbjörnbiskup Einarsson, sjálfur heimamaður á þessum slóðum, tekur þetta upp í þýðingu sinni á sálmi Petter Dass: Guð er Guð þótt veröld væri eigi, verður Guð þótt allt á jörðu deyi.

Svona sterkur er þessi staður í trúarsögu þjóðarinnar. Og ídag þökkum við þetta allt þegar við minnumst þess og þökkum það að þetta hús Guðsog helgidómur hefur staðið með söfnuði sínum vörð í hundrað og fimmtíu ár.

Kæri söfnuður. Það er merkilegt hvernig ris og fall mætasttextum dagsins og tilefni hans.

Í guðspjalli dagsins horfir Jesús Kristur yfir Jerúsalem ogsér fyrir fall musterisins, sem ekki aðeins boðar neyð og skelfingu yfirborgina vegna árása og illvirkja Titusar síðar keisara í Róm, sem lét byggjaþar sigurboga sem enn stendur, til að fagna þessu þrekvirki sínu að eyðileggjastórmerkar menningarminjar og slátra öllu kviku í leiðinni, konum og körlum,börnum og ungmennum. Þar féllu mörg musteri, og ekki bara Salomons ogHerodesar, því manneskjan sjálf sem hýsir heilagan anda, er fegursta musteriGuðs á jörðu.

Allt frá því að Salomon konungur í Ísrael reisti musterið og við heyrum lesið um í lexíukirkjuvígsludagsins, hefur trúin á Guð gert sér hús sem sérstakantilbeiðslustað á jörðu, þar sem Guð býr þó ekki, en vitjar.

Í vígslubæn Salomós segir hann: Býr Guð þá í raun ogveru á jörðinni? Nei, jafnvel himinninn og himnar himnanna rúma þig ekki, hvaðþá þetta hús sem ég hef byggt. Heyr ákallið og bænina sem ég, þjónn þinn, berfram fyrir þig í dag. Lát augu þín vaka yfir þessu húsi dag og nótt, þeim staðsem þú hefur sagt um: Þar skal nafn mitt búa. (1.Kon. 8 27-29)

Og Drottinn Guð svaraði Salomon: „Ég hef heyrt ákall þitt og bæn sem þú fluttirfyrir augliti mínu. Ég hef helgað þetta hús sem þú hefur reist til þess að nafnmitt búi þar ævinlega. Augu mín og hjarta munu ætíð vera þar. (I.Kon. 9.3)

Kæri söfnuður. Þetta eru falleg orð og fögur fyrirheit. Hérer Guðs hús. Hér er hlið himinsins. Því að augu Guðs og hjarta hans eru hér.Hér leggur hann sjálfur blessun sína yfir söfnuð sinn með orðum á tungu mannsog upplyftum höndum hans. Orðin eru Guðs, þó tungan sem þau mælir sé syndugsmanns og hendur blessunarinnar flekkaðar af óhreinindum þessarar jarðar ogmannlegrar neyðar. Hið himneska klæðist í jarðneskan búning. Með jarðneskumefnum mætir maðurinn hinu himneska Orði, og Guðs nærveru.

Þetta sjáum við í leyndardómum trúarinnar, í skírninni ogkvöldmáltíðinni. Þar sem eru jarðnesk efni, vatn skírnarinnar og vín og brauðkvöldmáltíðarinnar. Hið himneska og fullkomna tekur sér bólstað í hinujarðneska og ófullkomna og Drottinn hreinsar það til þjónustunnar við sig. Ílaug skírnarinnar baðast í burtu öll óhreinindi. Bæði í eitt skipti fyrir öll ogeinnig jafn oft sem slíks baðs er þörf. Signing hinnar trúuðu sálar hrekur burthið óhreina. Ég helga mig Kristi með krossmarkinu eins og hann hefur helgað migsér í heilagri skírn.

Og máltíðin staðfestir fyrirgefningu syndanna. Ég geng framog neyti hinnar táknrænu máltíðar, brauðs og víns og Drottinn sem segir: Gjörið þetta í mína minningu tekur sérbólstað í mér og breytir mér til sinnar myndar. Það er hið stóra ogstórkostlega erindi mitt í Guðs hús, fram fyrir auglit Guðs í söfnuði hans, þarsem hann er í senn nálægur í sínum heilaga anda og í sínu fólki, söfnuðinum semhann hefur helgað sér og merkt sér.

Og nú komum við saman á þessum helga stað til að þakka fyrirþað skjól sem þessi kirkja hefur veitt í Jesú nafni í hundrað ár, í gleði ogsorg. Það er ekki lítill hluti ykkar sögu hér í sókninni sem tengdur er þessuhúsi. Jafn traust er sú saga og rótfest eins og sú menning og sú trú semkynslóðirnar lifðu eftir allt til þessa dags. Minnisvers þessarar viku úr sálmi33. (Sálm. 33.12). minnir okkur á þetta,um leið og það vísar til efnis guðspjallsins í samhengi þeirra tíma sem við núlifum: Það hljóðar svo:

„Sæl er sú þjóð sem áDrottin að Guði, þjóðin sem hann valdi sér til eignar.“

Við búum við ógn úr iðrum jarðar. Skefilega ógn. En sú ógnsem kemur hið innra frá mönnunum sjálfum, sú ógn sem þjóðin sem Jesús varfæddur af býr við og býr til er mörgum sinnum verri. Stundum þykir viðeigandi að gera lítið úr kirkjuvígsluversi MatthiasarJochumsonar sem ég las í upphafi af þvíað það lýsi ekki raunveruleikanum. En það er einmitt það sem það gerir: Í þennan helga Herranssal vort hjarta leita griða skal, því úti herjar heift og stríð, en hér er eilíf blíðutíð.

Jesús grætur yfir Jerúsalem er yfirskrift guðspjallsins.Hann grætur örlög borgarinnar, ekki bara fall musterisins heldur fall saklausraborgara. Stríðið endalausa milli Ísrael og Palestínu, eða öllu heldur milli Hamassamtakanna og ráðandistjórnmálamanna gyðinga, er skelfilegt. Við eigum vini báðum megin við víglínurnar. Þess vegnaáköllum við Guð um að sá dagur megi koma þegar gyðingar, múslimar og kristnirgeta búið saman í Jerúsalem í friði og réttlæti. Því að friður og réttlætiheyra saman. Enginn friður, ekkert réttlæti, ekkert réttlæti, enginn friður. Engum dylst að þetta gildir jafnt í hinu smáa sem hinustóra.

Guðspjallið (Lúk 19.41-48) segir: Og er Jesús kom nær ogsá borgina grét hann yfir henni og sagði: „Ef þú hefðir aðeins vitað á þessumdegi hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagarmunu koma yfir þig að óvinir þínir munu gera virki um þig, setjast um þig ogþröngva þér á alla vegu. Þeir munu leggja þig að velli og börn þín sem í þéreru og ekki láta standa stein yfir steini í þér vegna þess að þú þekktir ekkiþinn vitjunartíma.“ Þá gekk hann inn íhelgidóminn og tók að reka út þá er voru að selja og mælti við þá: „Ritað er:Hús mitt á að vera bænahús, en þér hafið gert það að ræningjabæli.“

Kæri söfnuður. Þegarbænin þagnar og tilbeiðslan hverfur deyr trúin og Guðsvitundin slokknar. Fallmusterisins varð ekki bara árið 70 eftir Kristsburð, heldur birtist þaðsamkvæmt orðum Jesú sjálfs á löngum tíma í vanrækslu þess sem musteris tilbeiðslunnarog bænarinnar. Musterið varð að viðskiptamódeli, rétt eins og rætt hefur veriðum að byggja endurgerða miðaldadómkirkju í Skálholti ekki til þess að eflakristindóminn heldur af því að það sé góðviðskiptahugmynd.

Jesús sat og grét. Eins og fátækur förumaður. Og hann varaldrei neitt annað á jarðvistardögum sínum þótt hann væri í senn maður og Guð.Hin hæsta dýrð Guðs í lægingu lægst. Þó að við viljum hafa falleg Guðs hús, skrýdd og prýdd ogprestana líka þá er það ekki pellið og purpurinn sem er einkenni trúarinnar ogGuðsdýrkunarinnar heldur einlægni hjartans og hugans. Og staðir tilbeiðslunnarbera vott um það og þegar við fegrum þá viljum við með því heiðra Guð og þakkahonum.

Kirkjan, bæði samfélagið kirkjan og húsið kirkjan ervettvangur trúarinnar. Þess vegna er ekki aðeins sérhver sá sem Guð hefur helgaðsér í heilagri skírn, heldur einnig sérhvert Guði helgað hús svo dýrmætt. Einsog þetta. Í þögulli tign stendur það hér og ber vitni um nálægð Guðs, einniggagnvart þeim sem eru ekkert endilega að hugsa um Guð. Og nú er kirkjudagur.

Við minnumst í dag í þökk allra þeirra sem hér hafa þjónaðorði Guðs. Við minnumst þeirra allra í söfnuðinum sem á stundum gleðiog sorgar hafa leitað hingað, fram fyrir auglit Drottins. Leitað Guðs, ogleitað styrks hjá honum og fundið sjálfa sig, til þess að geta staðist frammifyrir heiminum. Marteinn Lúther sagði: Maðurinn er ávalt staddur á þremsvæðum í senn, það er frammi fyrir Guði, frammi fyrir heiminum og mönnunum ogframmi fyrir sjálfum sér. Í þessu felst ábyrgð hans og hlutverk. Og það fer fyrirhonum í samræmi við það hvernig hann hugsar um Guð.

Kirkjan er oss kristnum móðir, segir í sálminum sem viðsungum. Börnin flytja að heiman ogyfirgefa móður sína. Það er þroskasaga þeirra. Margir eru þeir sem vilja svovera láta að þannig hljóti þetta líka að vera með börn kirkjunnar, og að viðséum á þeirri leið sem þjóð að yfirgefa móður okkar kirkjuna eins og það væriþroskasaga. Það er umhugsunarefni að yfirvöld ríkisútvarpsins skyldu einmitt hafahaldið að þetta væri þannig, og þess vegna hafi það komið þeim svona mikið áóvart hver viðbrögðin urðu við ákvörðun þeirra að leggja niður bænahald íútvarpinu.

Við horfum fram til haustsins. Og til framtíðarinnar. Það ersiður að birgja sig upp til vetrarins, eiga nægan forða,eins og nesti fyrirferðina framundan. Hvernig nestar maðursig sérstaklega sem kristinn maður? Og hvernig nestar maður börnin sín? BörnGuðs, börn kirkjunnar?

Í sálmunum er ritað: Ég minnist þess að þúsagðir: „Leitið auglitis míns.“ Ég vil leita auglitis þíns, Drottinn.

Ef enginn segir við komandi kynslóð: Leitið auglitis Guðs,þá mun heldur enginn vilja það. En þaðverk er ekki manna, heldur Guðs. Framtíð kristindómsins, framtíð trúarinnar íþessu landi er ekki í mannahöndum. Heldur Guðs. Jesús vísar til þess íguðspjallinu hvað gerist þegar bænamálið þagnar í Guðs húsi. Við erum ekki á þeirri leið. Það er með skýrleiksvaldiundirstrikað hér í kirkjunni í dag.

Þess vegna megum við með fögnuði halda hátíðÞykvabæjarklausturskirkju. Því að kirkjan er eilíf, eins og Guð er eilífur ogorð hans hverfur ekki aftur til hans fyrr en það hefur unnið sitt verk.

Og þetta húsið helgumvér, ó, himna Drottinn, einum þér í Jesú trú með Jesú frið, í Jesú nafni halt því við. (Sb. 269.7)

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda, svo sem var íupphafi, er og verður um aldir alda. Amen.