Graham Staines

Graham Staines

Kristniboðslæknirinn Graham Staines hafði starfað sem læknir á holdsveikrahæli í Orissa á Indlandi í 34 ár þegar hann var myrtur í ársbyrjun 1999 ásamt tveimur ungum sonum sínum. Róttækir Hindúar horfðu með vaxandi tortryggni á starfsemi og útbreiðslu kristinna safnaða í héraðinu og leituðust við að hindra störf þeirra.
fullname - andlitsmynd Karl Sigurbjörnsson
23. janúar 2009

d. 23. janúar 1999 Ástralía

Kristniboðslæknirinn Graham Staines hafði starfað sem læknir á holdsveikrahæli í Orissa á Indlandi í 34 ár þegar hann var myrtur í ársbyrjun 1999 ásamt tveimur ungum sonum sínum. Róttækir Hindúar horfðu með vaxandi tortryggni á starfsemi og útbreiðslu kristinna safnaða í héraðinu og leituðust við að hindra störf þeirra og beita sér fyrir að kristin boðun væri bönnuð, og að neyða þá sem höfðu tekið kristna trú til að snúa aftur til hindúasiðar. Staines var staddur í læknisvitjun í bænum Monoharpur, og hafði tekið syni sína tvo, Philip, 10 ára, og Timothy, 7 ára með sér. Þeir höfðu lagst til svefns í jeppa sínum þegar ráðist var á þá og kveikt í jeppanum. Þeir reyndu að komast út en reiður manngrúinn varnaði þeim útgöngu. Þar létu þeir lífið. Kirkjan í þorpinu var brennd til grunna. Graham Staines og synir hans voru fyrstu fórnarlömb í ofbeldisbylgju gegn kristnum mönnum sem gekk yfir nokkur indversk fylki. Kirkjur voru brenndar og fjölda kristinna manna var misþyrmt af hindúiskum ofsatrúarmönnum.

Píslarvottar vorra tíma. Lauslega byggt á bók Jonas Jonsson: Vår tids martyrer.