Áttu myndavél?

Áttu myndavél?

Sumarið hefur verið einstaklega gott það sem af er. Frjókornin sveima, eins og ferðamennirnir um miðborgina og landið allt í sól og blíðu víðast hvar. Gjarnan er glatt yfir fólki og gaman að vera til. 
 Fjölskyldur safna oft góðum minningum í fríum og gefur sumartíminn tækifæri til góðra hluta.
fullname - andlitsmynd Þorvaldur Víðisson
17. júlí 2008

SAMAN hópurinn stendur fyrir ljósmyndasamkeppni í sumar og þú getur tekið þátt. Vinningar eru glæsilegir og hægt er að nálgast upplýsingar um þá og keppnina á heimasíðunni www.samanhopurinn.is. Yfirskrift keppninnar er ,,Fjölskyldan í fókus“.´

Sumarið hefur verið einstaklega gott það sem af er. Frjókornin sveima, eins og ferðamennirnir um miðborgina og landið allt í sól og blíðu víðast hvar. Gjarnan er glatt yfir fólki og gaman að vera til.

Fjölskyldur safna oft góðum minningum í fríum og gefur sumartíminn tækifæri til góðra hluta.

Samveran er lykilatriði og er ljóst og margsannað í rannsóknum að forvarnargildi samveru foreldra og barna er mikið. Þá er ekki aðalatriði að farið sé í dýrar ferðir eða að heimilið þurfi að vera eins og skemmtistaður. Samveran er lykilatriði og heimilið á að vera griðastaður og helgidómur.

SAMAN hópurinn hefur undanfarin ár lagt áherslu á sumarið í starfi sínu. Því að sumartíminn er einnig áhættutími þar sem aðhaldi skólanna sleppir og annað tekur við. Þá er mikilvægt að foreldrar standi saman um útivistartímann, hreyfingu og heilbrigði barna sinna og unglinga.

Ljósmyndasamkeppnin er hvatning til foreldra og fjölskyldna að verja tíma saman, gera góð augnablik eilíf með myndatöku og taka um leið þátt í skemmtilegum leik. Verum samtaka og gerum gott sumar að sumri góðrar samveru!

Þorvaldur Víðisson Miðborgarprestur Dómkirkjunnar