Kardimommubærinn – hið friðsæla samfélag

Kardimommubærinn – hið friðsæla samfélag

Í Kardimommubænum leikur Thorbjörn Egner sér með Gypsi ímyndina. Ræningjarnir reynast vera tónlistarmenn, hafa færst út á jaðar þjóðfélagsins atvinnulausir og vansælir, kunna ekki annað en að ræna sér til matar, lifa í skítugu hreysi – samfélaginu finnst stafa ógn af þeim.

Í Kardimommubænum leikur Thorbjörn Egner sér með Gypsi (Tatara, Sígauna, Roma, Roma-Sinti, Roma-Gypsi) ímyndina. Ræningjarnir reynast vera tónlistarmenn, hafa færst út á jaðar þjóðfélagsins atvinnulausir og vansælir, kunna ekki annað en að ræna sér til matar, lifa í skítugu hreysi – samfélaginu finnst stafa ógn af þeim (þeir halda ljón) þó að þeir séu í raun og veru bestu skinn sem ekki geta gert flugu mein og eiga sér enga ósk heitari en fá að vera með í samfélaginu með einhverjum hætti, njóta einhverrar velferðarþjónustu eða það sem er allra best- fá hlutverk, fá vinnu. Allt fer þetta vel. Ræningjarnir reynast vera hinir mætustu menn, jafnvel hetjur.

Roma eða annað fólk sem lifir á jaðri samfélagsins er í raun og veru engin ógn við hið friðsæla samfélag (Kardemommubæinn). Það þarf bara skilning, fá að taka þátt. Jaðarmennska þess er ekki bara því sjálfu að kenna – það er ekki síður sök hins friðsæla samfélags sem óttast öll afbrigði.

Við hér þurfum að gæta þess að taka alla með. Fordæma ekki þá sem eru á jaðrinum heldur kippa þeim uppí. Kirkjan er í þessum efnum verkfæri okkar. Boðskapur Krists innblástur okkar.