Sálmabók

102. Lofsöngur ómar

1 Lofsöngur ómar svo heyra má heimur
heilagan óðinn af vörum Guðs móður,
andsvarið hennar við himinsins boðum:
Mín önd dásamar Drottin,
hans miskunn varir um eilíf ár
með öllum þeim sem elska hans nafn.
Hallelúja, hallelúja.

2 Samstillt í trúnni með systrum og bræðrum
syngjum vér orð sem María gaf vængi,
fagnandi hlýðin Guðs heilaga anda.
Mín önd dásamar Drottin ...

3 Orðið varð maður, það undur vér tignum.
Andi þinn, Guð, sem Maríu var gefinn
veki oss lofsöng er varir um eilífð.
Mín önd dásamar Drottin ...

T Svein Ellingsen 1977 – Sigurbjörn Einarsson 1986 – Vb. 1991
Lovsangen toner og jorden får høre
L Johan V. Ugland 1977 – Vb. 1991
Lovsangen toner og jorden får høre
Eldra númer 572
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Lúk. 1.46–55

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is