Sálmabók

105. Þú sem andinn yfirskyggði

1 Þú sem andinn yfirskyggði,
unga mærin, forðum daga
og á Drottins orði byggðir,
eilíf blessun varð þín saga.
Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs.

2 Hugsun Guðs er allri ofar
ályktun og dómi manna.
Vegu hans sem verkin lofa
verður oss ei leyft að kanna.
Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs.

3 Soninn undir belti barstu,
blessun himna af þér nærðist.
Sælust allra svanna varstu,
sól með þér um heiminn færðist.
Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs.

T Sigurjón Guðjónsson – Sb. 1972
L Jan Sicking – Vb. 1976
Eldra númer 126
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Lúk. 1.26–38

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is