Sálmabók

134b. Nú rís og brosir röðull nýr

1 Nú rís og brosir röðull nýr. :,: Hallelúja. :,:
Og dimman hörfar, dauðinn flýr. :,: Hallelúja. :,:

2 Upp Kristur rís úr kaldri gröf. :,: Hallelúja. :,:
Hans ljómi fer um lönd og höf. :,: Hallelúja. :,:

3 Guðs engill flytur fögnuð þann. :,: Hallelúja. :,:
Vor Drottinn synd og dauða vann. :,: Hallelúja. :,:

4 Hann sem á krossi hegning leið. :,: Hallelúja. :,:
Einn hefur sigrað alla neyð. :,: Hallelúja. :,:

5 Guðs sonur vann hið stóra stríð. :,: Hallelúja. :,:
Sitt frelsi gefur föllnum lýð. :,: Hallelúja. :,:

6 Hans tigni nafn hver tunga manns. :,: Hallelúja. :,:
Hann lofi jörð sem himnar hans. :,: Hallelúja. :,:

T 14. öld – Sb. 1589 – Sigurbjörn Einarsson – Sb. 1972
Surrexit Christus hodie / Oppstanden er den Herre Krist
L 15. öld – Lossius 1553 – Sb. 1589
Puer natus in Betlehem
Eldra númer 152
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is