Sálmabók

136. Nú hljómi lofsöngslag

1 Nú hljómi lofsöngslag
frá lífsins hörpu' í dag
því rósin lífsins rauða
er risin upp af dauða.
Vor lofgjörð linni eigi
á lífsins sigurdegi.

2 Þann dýrðardag að sjá,
minn Drottinn, er mín þrá
því með þér, rósin rauða,
ég rísa vil af dauða
og lifa þínu lífi,
þín líkn mér breyskum hlífi.

3 Ég þakka, Jesú, þér
að þú hefur gefið mér
þá von sem vetri breytir
í vor er sælu heitir.
Því linnir lof mitt eigi
á lífsins sigurdegi.

4 Burt synd og hjartasorg!
Ég sé Guðs friðarborg
og lífsins lindir streyma,
þar lífið sjálft á heima.
Því linnir lof mitt eigi
á lífsins sigurdegi.

T Bjarni Jónsson, 1930 – Sb. 1945
L Jacob Regnart 1574 – Vulpius 1609 – Schein 1627 – Sb. 1619
Auf meinen lieben Gott
Eldra númer 155
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is