Sálmabók

14. Skaparinn stjarna, Herra hreinn

1 Skaparinn stjarna, Herra hreinn,
sem hverri sálu lýsir einn,
Kristur, sem allan leystir lýð,
líknsamur vorum bænum hlýð.

2 Mæddi þinn hug vor mikla neyð,
með oss þín heilög elska leið,
þú vildir frelsa veröld þá
er villt og sek í myrkri lá.

3 Þú komst með dögun, Drottinn hár.
Sem dimman flýr við morgunsár
eins breiddist ljós þitt bjart um heim,
brosir allt líf í geisla þeim.

4 Þú ert það orð sem allt er frá
og öllu ráða' og stjórna má,
það föður orð sem flutt þá var
er fæddist ljós og stjörnurnar.

5 Eins muntu síðast, Drottinn dýr,
dæma það allt sem með oss býr
og skapa nýjan, hreinan heim.
Hjálpa þú oss á degi þeim.

6 Himnar og jörðin hneigi þér,
helja og allt sem skapað er.
Viljinn þinn góði, valdið þitt,
veki og lífgi hjartað mitt.

T Forn hymni – Thomas Müntzer 1523 – ME 1555 – Sb. 1589 – Sigurbjörn Einarsson – Sb. 1972
Conditor alme siderum
L Kempten um 1000 – Weisse 1531 – Sb. 1589
Conditor alme siderum / Gott, heilger Schöpfer aller Stern
Sálmar með sama lagi 445
Tilvísun í annað lag 119b
Eldra númer 68
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is