Sálmabók

145. Upprisinn er hann

Upprisinn er hann, húrra, húrra,
:,: hann lifir, hann lifir, hann lifir enn. :,:

1 Tóm er gröfin og opin,
hví er ekki meistarinn hér?
Klæðin hans liggja þar inni enn
en enginn veit hvar hann er,
enginn veit hvar hann er.
Upprisinn er hann ...

2 Glöð við þökkum þér, Jesús,
við þekkjum hver máttur þinn er.
Þú gafst þig sjálfan til lausnar lýð
svo líf eigum æ með þér,
líf eigum æ með þér.
Upprisinn er hann ...

3 Nýja menn vill Guð gera
og gleðin mun ríkja því
breytast mun geimur í geislaflóð
er Guð skapar allt á ný,
Guð skapar allt á ný.
Upprisinn er hann ...

T Margareta Melin 1971 – Kristján Valur Ingólfsson 1974 – Vb. 2013
Uppstått har Jesus
L Lars Åke Lundberg 1972 – Vb. 2013
Uppstått har Jesus
Eldra númer 819
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is