Sálmabók

146. Fullar hendur af blómum þú hefur

1 Fullar hendur af blómum þú hefur.
Hvaða vinur hlýtur þau öll að gjöf?
Út að gröf Jesú gekk ég með blómin,
fann þá tóma gröf, hann lá ekki þar.
:,: Hallelúja, hallelúja. :,:

2 Fullur lofsöngs er líka þinn munnur.
Hvaðan sprettur lofgjörðaróður þinn?
Yfir gröfinni tómu ég gladdist,
hann sem lifir gefur mér fögnuðinn.
:,: Hallelúja, hallelúja. :,:

3 Full af gleði' eru augu þín orðin.
Seg mér hvaða undur þú hefur séð?
Ég sá ævinnar háleita markmið.
Jesús breytir myrkri í ljós og yl.
:,: Hallelúja, hallelúja. :,:

4 Jesús upprisinn okkar á meðal.
Þú sem lifir, elskar og þjáist hér,
trúaraugu mín á þér ég festi,
hönd og munn gjör einlæg í starfi' og bæn.
:,: Hallelúja, hallelúja. :,:

T Marcello Giombini 1970 – Lars Åke Lundberg 1972 – Lilja S. Kristjánsdóttir, 1982 – Vb. 2013
Le tue mani son piene de fiori / Dina händer är fulla av blommor
L Marcello Giombini 1970 – Vb. 2013
Le tue mani son piene de fiori / Dina händer är fulla av blommor
Eldra númer 822
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is