Sálmabók

185. Ó, Herra Guð, lát hjá oss mætast

1 Ó, Herra Guð, lát hjá oss mætast
þitt heilagt orð og rétta trú
en sérhvern upp þann ávöxt rætast
sem eigi gróðursettir þú.
Á burt hvern lygalærdóm hrek
en líf í sannleik hjá oss vek.

2 Lát svikaspár ei sálir villa
frá sannleiksbraut á myrka leið,
ei fyrir hjörtum huggun spilla
er hlotnast þeim af Jesú deyð,
lát byrgjast voðans breiða djúp,
rek burt hvern úlf í sauðahjúp.

3 Að þitt nú, Drottinn, orð vér eigum,
það ávann þinna votta blóð.
Ó, hversu það vér þakka megum
að þessi perla dýr og góð
sem týnd var fundin aftur er
og ávallt nú sinn ljóma ber.

T Magnus B. Landstad, 1861 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Gud, la ditt ord i nåde lykkes
L Georg Neumark, 1657 – PG 1861
Wer nur den lieben Gott lässt walten
Sálmar með sama lagi 183 458 548 564 88
Eldra númer 298
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is