Sálmabók

207. Þinn friður mun oss fylgja

1 Þinn friður mun oss fylgja,
sem fyrr þín miskunn er,
þá stormur um oss æðir
er öruggt skjól hjá þér.
Á tómsins langa tíma,
á tregans þungu stund
þú ert vort athvarf, Drottinn,
þótt önnur lokist sund.

2 Æ vertu hjá oss, Herra,
þá hljóðnar stormsins raust
og þegar vina vitjum
sem vefur grafarnaust.
Vér biðjum blessun þeirra
æ búa megi' oss hjá,
í göfgu hjarta geyma
þá gæsku' er barst þeim frá.

3 Brátt hverfum vér úr heimi
og hvert vort spor er gleymt
en náð þín, Guð, er nærri
og nafn vort hjá þér geymt.
Það líf sem deyr í duftið
er deigla' í þinni hönd.
Í fullu trausti, faðir,
þér felum líf og önd.

T Svein Ellingsen 1958, 1969 – Sigurjón Guðjónsson 1971 – Vb. 1991
Din fred skal aldrig vike
L Egil Hovland 1974 – Vb. 1991
Din fred skal aldrig vike
Eldra númer 581
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Jóh. 14.27

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is