Sálmabók

215. Hefjum upp augu og hjörtu með

Hefjum upp augu' og hjörtu með,
hjálpræðisstund vor er nærri.
Jesúm vér fáum sjálfan séð,
sorg öll og kvíði' er þá fjarri.
Senn kemur eilíf sumartíð,
sólunni fegri' er ljómar blíð
Drottins í dýrðinni skærri.

T Jón Magnússon í Laufási – Gr. 1730 – Valdimar Briem – Sb. 1886
L Ludvig M. Lindeman 1840 – SE 1919
Kirken den er et gammelt hus
Sálmar með sama lagi 618
Eldra númer 66
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Lúk. 21.27–31

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is