Sálmabók

268. Dýrð sé þér, Guð

Gloria in excelsis Deo

Söfnuður

Gloria in excelsis Deo,
gloria, gloria Deo.
:,: Deo gloria. Deo gloria. :,:
Gloria in excelsis Deo,
gloria, gloria Deo.

Dýrð sé þér, Guð, í hæstum hæðum.
Dýrð sé þér, dýrð sé þér, Guð.
:,: Drottinn, dýrð sé þér. Drottinn, dýrð sé þér. :,:
Dýrð sé þér, Guð, í hæstum hæðum.
Dýrð sé þér, dýrð sé þér, Guð.

Forsöngvari

1. Við lofum þig, við tignum þig, við tilbiðjum þig, Drottinn Guð.
Dýrð sé þér Guð, í syni Guðs, í anda Guðs, mikil er öll dásemd þín.

2. Lambið Guðs, sem burtu tekur heimsins synd, miskunna þú.
Eingetni sonur föðurnum til hægri handar, miskunna þú.

3. Því þú ert hinn heilagi, þú ert Drottinn hinn hæsti Guð,
Jesús Kristur ásamt helgum anda, í dýrð Guðs föður.

Hægt er að velja um að syngja safnaðarsönginn einan og sér eða bæta við forsöngvara.

T Lúk. 2.14 – Lofsöngur frá frumkirkjunni
Gloria Deo
L Joseph Gelineau – Taizé um 1995
Gloria Deo
Tungumál annað en íslenska Latína

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is