Sálmabók

273. Stjörnur og sól

1 Stjörnur og sól, blómstur og börn,
já, vindinn og vötn, allt gerði Guð.
Himinn og jörð hans eru verk.
Drottinn, við þér viljum þakka.
Drottinn, við þökkum þér.
Þig einan tignum við.
Herra, við lofum þitt heilaga nafn.

2 Jesús, Guðs son, lifði og lét
sitt líf fyrir menn, alla sem einn.
Lifandi' í dag dvelur hann hér.
Drottinn, við þér viljum þakka.
Drottinn, við þökkum þér...

3 Andi Guðs einn, helgur og hlýr
nú huggar sem fyrr, uppfræðir enn,
vegsamar Guð dag eftir dag.
Drottinn, við þér viljum þakka.
Drottinn, við þökkum þér...

T Britt G. Hallquist 1973 – Lilja S. Kristjánsdóttir 1981 – Vb. 1991
Måne och sol
L Egil Hovland 1974 – Vb. 1991
Måne og sol
Eldra númer 584
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is