275. Ljós ert þú lýði ♥
Ljós ert þú lýði
lífsins í stríði,
Jesús, heimsins hjálparvon.
Frá þér vér fáum
frið er vér þráum,
þín er dýrðin, Drottins son.
Höndin þín styður
hvern sem þig biður
hjálpar í vanda
helgum með anda
heimur þó svíki. Hallelúja.
Sé þér að geði
sorg vor og gleði,
kenn oss að skilja,
Kristur, þinn vilja,
komi þitt ríki. Hallelúja.
T Cyriakus Schneegass 1598 – Guðmundur Sigurðsson – Vb. 1991
In dir ist Freude
L Giovanni G. Gastoldi 1591 – Erfurt 1598 – Vb. 1991
In dir ist Freude
Eldra númer 540
Eldra númer útskýring T+L