Sálmabók

277. Heilagi Guð, á himni og jörð

Með glöðum söng

1 Heilagi Guð, á himni' og jörð
hljómi þér lof og þakkargjörð!
Blessað sé vald og viska þín!
Vegsemd þér kveði tunga mín.

2 Skaparans dýrð og dulin ráð
dvelja minn hug í lengd og bráð;
máttarverk Drottins dásamleg
daglega skoða' og undrast ég.

3 Með glöðum söng og hörpuhljóm
hylli ég líf og skapadóm.
Fagnandi hjörtu' og hvelin víð
heiðri þig, Drottinn, ár og síð!

T Cornelius Becker 1602 – Helgi Hálfdanarson – Vb. 1991
Lobt Gott in seinem Heiligtum
L Heinrich Schütz 1628 – Vb. 1991
Lobt Gott in seinem Heiligtum
Sálmar með sama lagi 281
Eldra númer 538
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is