Sálmabók

294. Drottinn Guð af himni háum

1 Drottinn Guð af himni háum
hefur gát á stórum, smáum,
um þau stendur ætíð vörð.
Til þín, faðir, fyrst vér leitum,
frelsa oss sem á þig heitum.
:,: Helgist nafn þitt hér á jörð. :,:

2 Ríki þitt um álfur allar
eflir þú og saman kallar
öll þín börn í einni trú.
Þinn á jörðu verði vilji.
Veit að allur heimur skilji
:,: vegsögn þá sem veitir þú. :,:

3 Daglegt brauð oss Drottinn gefur,
daga' og nætur oss umvefur
að vér líðum engan skort.
Fyrirgef oss, faðir góði,
frelsa oss af voðans flóði,
:,: einn þú þekkir eðli vort. :,:

4 Heyr þú bænir barna þinna,
blessun lát þau ætíð finna,
yfir þeim um aldir vak.
Þú sem ríkir öllu ofar,
eilífð himna nafn þitt lofar
:,: eins og minnsta andartak. :,:

T Johan O. Wallin 1809, 1814 – Kristján Valur Ingólfsson 1995, 2002 – Sb. 1997
Herre, du som från det höga
L Wolfgang Amadeus Mozart 1791 – Sb. 1997
Lasst uns mit geschlungnen Händen (Land der Berge, Land am Strome)
Eldra númer 731
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is