Sálmabók

301b. Vér tökum marga með oss

1 Vér tökum marga með oss
að máltíð Drottins hér
því allt sem Guð oss gefur
þeim gefið líka er.
Þitt borð er öllum búið,
þín börn þú kallar heim,
í helgri skírn þú hefur
þitt hjarta opnað þeim.

2 Þá alla sem vér söknum
og sjáum ekki hér
og virðast frá þér farnir
vér felum einum þér.
Og alla sem vér særðum
og sviptum von og trú
með kulda, kærleiksleysi,
ó, Kristur, blessa þú.

3 Vér minnumst þeirra mörgu
sem manna dómar þjá
og þeirra sem vér svikum,
ó, sýkna oss og þá.
Og veit oss náð og vektu
þitt veika, trega lið
svo heimur hjá oss finni
þitt hlýja ljós, þinn frið.

T Svein Ellingsen 1977 – Sigurbjörn Einarsson 1984 – Vb. 2013
Vi bærer mange med oss
L Sænskt þjóðlag
Eldra númer 887
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is