Sálmabók

302. Sú náð, það líf, sem eilíft er

1 Sú náð, það líf sem eilíft er
til allra, Jesú minn, frá þér
við blessað borð þitt streymir.
Þín sæla návist seður þar
þá sál er þyrst og hungruð var.
Þín elskan engum gleymir.

2 Þar er oss borin gjöfin góð,
þitt guðdómlega hold og blóð,
og sæll er sá þess neytir
með hjartans þrá og hreinni trú
því honum æðstri blessun þú
á himnum með þér heitir.

T Björn Halldórsson – Sb. 1886
L Þýskt lag um 1504 – Nürnberg 1534 – Sb. 1589
„Kommt her zu mir” spricht Gottes Sohn
Sálmar með sama lagi 182 387 666 82
Eldra númer 231
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is