Sálmabók

315. Þín minning, Jesú, mjög sæt er

1 Þín minning, Jesú, mjög sæt er,
sú minning hjörtum fögnuð lér;
en að þú sjálfur ert oss hjá
er unun hæst er veitast má.

2 Þú, Jesú, lífsins lindin best,
þú ljós og yndi sálna mest,
þú betra hverri býður þrá,
já, betra' en allt sem hugsast má.

3 Ó, ver þú oss, vor Herra, hjá
að hverfi myrkrið sálum frá.
Í hjörtun lýsi ljós þitt inn,
þú ljósið heims, með unað sinn.

4 Þig lofar allur himins her
og helga vegsemd greiðir þér.
Þú, gleðin heims, þú gafst oss frið
vorn Guð og föður sjálfan við.

5 Þig lofi, Jesú, líf og sál,
þig lofi tunga' og hjartans mál.
Í trú vér biðjum: Til þín inn
oss tak þú alla' í himin þinn.

T Bernhard frá Clairvaux – Sb. 1589 – Páll J. Vídalín – Gr. 1691 – Stefán Thorarensen – Vb. 1861 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Jesus dulcis memoria / Vor Herres Jesu mindefest
L Gesius 1603 – Gr. 1691
Mein Seel, o Herr, muß loben dich
Sálmar með sama lagi 119a 123 560a
Eldra númer 236
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is