Sálmabók

349. Ég grundvöll á sem get ég treyst

1 Ég grundvöll á sem get ég treyst
því Guð minn lagt hann hefur
af elsku' og náð sem ei fær breyst
og óverðskuldað gefur.
Að boði hans ég borinn var
að bjartri laug og skírður þar
af orði hans og anda.

2 Á höfuð mitt og hjarta var
hans helgi kross þá ristur
sem augljóst tákn þess að mig þar
til eignar tæki Kristur
því keypt hann hefði' á krossi mig
og knýtt með þeirri fórn við sig
og nú á ný mig fæddi.

3 Hve gott að eiga grundvöll þann
þá guðlaus vantrú hræðir
að sjálfur Drottinn verkið vann
sem veikan endurfæðir.
Ég, allslaust barn, gat ekki neitt
en eilíft líf af náð var veitt,
mitt nafn í lífsbók letrað.

T Bjarni Eyjólfsson – Sb. 1972
L Martin Luther 1529 – Klug 1533 – Sb. 1589
Es ist gewisslich an der Zeit
Eldra númer 255a
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is