Sálmabók

353. Guð á svo stórt og fallegt fang

1 Guð á svo stórt og fallegt fang,
í faðm hann tekur sinn
hvert barn sem Jesús blessar í skírn
og boðar: Ég er þinn.

2 Guð á svo stóra, bjarta bók,
hann brosir og færir þar inn
hvert barn sem Jesús blessar í skírn
og bókar: Þú ert minn.

3 Guð á sinn himin, hann er stór,
í hann ég stefni inn
og börnin öll sem eru skírð
og elska Drottin sinn.

4 Þín ást er rík og undrastór,
lát ekkert villa mig
af vegi þínum, góði Guð,
sem gafst mér sjálfan þig.

T Sam Perman 1957 – Sigurbjörn Einarsson 1999 – Vb. 2013
Gud har en famn, en stor, stor famn
L Lars Edlund 1957 – Vb. 2013
Gud har en famn, en stor, stor famn
Eldra númer 832
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is