354. Börnin okkar berum við til skírnar ♥
1 Börnin okkar berum við til skírnar,
biðjum fyrir lífi þeirra' og vonum
svo ævidagar allir megi verða
undir verndarhendi Guðs og náð.
:,: Helgist Jesú nafn og hjálparráð. :,:
2 Dafni þau í Drottins ást og friði,
daga bjarta eigi fyrir höndum
og fótum sínum finni rétta vegu,
fagni uppskeru sem til var sáð.
:,: Helgist Jesú nafn og hjálparráð. :,:
3 Börnin njóti blessunar og hlýju,
blítt þeim vaggi heimsins ljúfi taktur
með undri því sem almættinu fylgir,
öllu sem í lífsins bók er skráð.
:,: Helgist Jesú nafn og hjálparráð. :,:
T Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson 2009
L Sigurður Flosason 2009