Sálmabók

355. Lítið barn nú borið er

1 Lítið barn nú borið er,
ból sitt þekkir eigi.
Láttu Guð þig leiða hér,
lýsa þínum vegi.
Guð sem nefnir nafnið þitt
náðarhjartað opnar sitt;
visku lífs að læra,
ljúfa barnið kæra.

2 Lítið barn nú borið er,
blessun okkur færir.
Börnin eiga heima hér,
himnaljós þau nærir.
Þegn á jörðu, það ert þú,
þínu nafni gegnir nú,
barn sem ljósið bjarta
ber í sínu hjarta.

T Py Bäckman 2004 – Halla Kjartansdóttir 2017
Lilla liv nu är du här
L Hans Kennemark, 2004
Lilla liv nu är du här

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is