356a. Til þín ég leita ♥
1 Til þín ég leita, lausnarinn minn góði,
sem leystir mig með þínu hjartablóði
og mínar syndir vildir burtu bera
svo barn þitt ég um eilífð mætti vera.
2 Nú ber ég lítið barn að fótskör þinni
að blessun þína lífið unga finni
og vaxi svo að visku' og kærleik sönnum
í von og trú og náð hjá Guði' og mönnum.
3 Ó, leið það fram hjá lífsins villuflaumi
og ljá því vernd í freistinganna straumi
svo ljúft því verði' að lúta þínum vilja,
þitt ljós að sjá, þitt orð að nema' og skilja.
4 Með þinni hjálp ég skal því veginn vísa
og verja það nær efans hrannir rísa
svo barn mitt aldrei gleymi Guði sínum
en gangi frjálst á náðarvegi þínum.
5 Sé trú mín veik, þá vertu hjá mér, Drottinn,
mín von er grein af kærleik þínum sprottin
og skrýðist laufi' í ljósi dýrðar þinnar
sem lífsins tré í djúpi sálar minnar.