Sálmabók

376. Jarðvist á enda

Hinsta kveðja

1 Jarðvist á enda,
lífsgöngu lokið,
ljósið þitt slokknað,
fölnuð brá.
Virðing og þökk,
vegferðin öll
vel í huga geymd.

2 Hljóðnuð er röddin,
hæglátur blærinn,
helguð þín brottför
Drottins náð.
Virðing og þökk ...

3 Syrgjendur kveðja,
söknuðinn finna,
sárasta harminn,
tregans tár.
Virðing og þökk ...

4 Faðmi þig ljósið,
friðarins engill
fylgi þér nú
á æðra stig.
Virðing og þökk ...

T Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson 2010 – Vb. 2013
L Sigurður Flosason 2010 – Vb. 2013
Eldra númer 899
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is