Sálmabók

50. Hin fegursta rósin er fundin

1 Hin fegursta rósin er fundin
og fagnaðarsæl komin stundin.
Er frelsarinn fæddist á jörðu
hún fannst meðal þyrnanna hörðu.

2 Upp frá því oss saurgaði syndin
og svívirt var Guðs orðin myndin
var heimur að hjálpræði snauður
og hver einn í ranglæti dauður.

3 Þá skaparinn himinrós hreina
í heiminum spretta lét eina
vorn gjörspilltan gróður að bæta
og gjöra hans beiskjuna sæta.

4 Þú, rós mín, ert ró mínu geði,
þú, rós mín, ert skart mitt og gleði,
þú harmanna beiskju mér bætir,
þú banvænar girndir upprætir.

5 Þótt heimur mig hamingju sneyði,
þótt harðir mig þyrnarnir meiði,
þótt hjartanu' af hrellingu svíði
ég held þér, mín rós – og ei kvíði.

T Hans A. Brorson 1732 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Den yndigste rose er funden
L Klug 1542 – Gr. 1691
Jam moesta quiesce querela
Eldra númer 76
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is