Sálmabók

520. Kom, helgur andi, kom með náð

1 Kom, helgur andi, kom með náð,
í kristnum sálum stað þér bú,
af himni send þín heilnæm ráð
í hjörtun sem að tilbjóst þú.

2 Þú huggun ei sem hrelldum brást,
hins hæsta gjöf, þú mannsins líf,
þú lífsins brunnur, eldur, ást
og andleg smurning, vernd og hlíf.

3 Þú óþrjótandi gjafagnótt
frá Guði' um allan heim sem fer,
á kristnum tungum flýgur fljótt
það föðurorð sem þú oss ber.

4 Í hjörtun sannri hell þú ást,
í hug og skilning ljós þitt kveik.
Þitt afl sem þeim er bað ei brást,
það bjargi holdsins óstyrkleik.

5 Lát freistarann ei fá oss veitt
en friðinn efl í hverri grein.
Ef þér vér fylgjum fær ei neitt
hið fjandsamlega' oss unnið mein.

6 Þig andi, syni' og föður frá,
í fullri trú vér lofum hér.
Þér heilög þrenning himnum á
af hjarta lofgjörð færum vér.

T Hrabanus Maurus 809 – Martin Luther 1524 – Stefán Thorarensen – Vb. 1861
Veni creator spiritus / Komm, Gott Schöpfer, Heiliger Geist
L Kempten um 1000 – Erfurt 1524 - Sb. 1589
Komm, Gott Schöpfer, Heiliger Geist
Sálmar með sama lagi 388 518
Eldra númer 329
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is