Sálmabók

542. Mín er bæn

1 Mín er bæn: Ég bið að Guð minn
blessi alla mína daga,
öllum stundum yfir vaki,
ávallt leynt og ljóst mín er bæn til Guðs.
Ég bið, Guð, anda þínum blástu mér í brjóst.
Sköpun þín og verk, já, hús þitt ég er,
líkama´ og sál í hendur fel ég þér,
drauma ég á um uppskeru og laun,
vertu mér hjá í gleði jafnt sem raun.
Mín er bæn.

2 Hönd þín leiði mig til ljóssins,
lýsi mér í myrkri heimsins.
Guðs á vegum ganga vil ég,
Gegnum lífið allt sólin við mér skín
því sál mín verður alltaf þín þó hér sé kalt.
Sköpun þín og verk …

T Magnús Þór Sigmundsson 2011 – Vb. 2013
L Magnús Þór Sigmundsson 2011 – Vb. 2013
Eldra númer 908
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is