Sálmabók

546. Himneski faðir, hvar sem lifað er

Himneski faðir,
hvar sem lifað er,
aldanna raðir
allar lúta þér.
Ver með oss í verki,
viska þín og náð
og þinn armur sterki
allt vort styðji ráð.
Lát vorn anda ljós þitt sjá,
leið oss grandi öllu frá.
Beri' að vanda, vertu' oss hjá,
vernda fósturláð.

T Þorsteinn Gíslason – Vb. 1933
L Hymnodia Sacra 1742 – Sb. 1772 – PG 1861
Kær Jesú Kristi
Sálmar með sama lagi 13 772
Eldra númer 524
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is