Sálmabók

565. Færðu mér ljósið

Bæn

1 Færðu mér ljósið langt og mjótt,
logann granna sem teygir sig
:,: út í alheimsdjúpa nótt.:,:

2 Veittu mér blessun, bænheyr skjótt,
birtan þín skæra fylgi mér
:,: út í alheimsdjúpa nótt.:,:

3 Auktu mér dirfsku, afl og þrótt,
ávallt mér sendu kraftinn þinn
:,: út í alheimsdjúpa nótt.:,:

4 Vertu mín stoð svo verði rótt,
veginn lýstu á minni leið
:,: út í alheimsdjúpa nótt.:,:

T Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson 2008 – Vb. 2013
L Sigurður Flosason 2008 – Vb. 2013
Eldra númer 918
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is