Sálmabók

567. Það skín ekkert ljós

1 Það skín ekkert ljós inn í skammdegismyrkrið
og skuggann sem býr mér við hlið.
Ég leita en finn enga, finn enga leið
:,: fyrir ljósið mitt. :,:
:,: Jesús, kom þú með þitt. :,:

2 Víst þekki ég ylinn sem sólin þín sendir
en samt finnst mér alls staðar kalt.
Ég kalla en kemst ekki, kemst ekki að
:,: með kærleika minn. :,:
:,: Kristur, kom þú með þinn. :,:

3 Þú kemur í myrkrið og kuldann, Drottinn,
og kveikir þar ljós þitt og yl.
Þú finnur og elskar það, elskar það allt
:,: og með aumum býrð. :,:
:,: Drottinn, kom þú með dýrð. :,:

T Kristján Valur Ingólfsson 1993 – Sb. 1997
L Hjálmar H. Ragnarsson 1995 – Sb. 1997
Eldra númer 708
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is