Sálmabók

568. Þú, Drottinn, átt það allt

1 Þú, Drottinn, átt það allt
sem öðlumst vér á jörð.
Hver gjöf og fórn sem færum vér
er fátæk þakkargjörð.

2 Vor eign og allt vort lán
þér einum heyrir til.
Þótt gætum vér það gefið allt
vér gerðum engin skil.

3 Hér svíða hjartasár,
hér sveltur fátækt barn,
og vonarsnauður villist einn
um veglaust eyðihjarn.

4 Að létta bróður böl
og bæta raunir hans,
að seðja, gleðja, græða mein
sé gleði kristins manns.

5 Vér trúum á þitt orð
þótt efi myrkvi jörð
að miskunn við hinn minnsta sé
þér, mannsins sonur, gjörð.

T William W. How um 1858 – Sigurbjörn Einarsson – Sb. 1972
We give Thee but Thine own
L William H. Monk 1861 – Vb. 1976
ST. ETHELWALD
Sálmar með sama lagi 563
Eldra númer 374
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is