Sálmabók

572. Eins og hind leitar lindarvatnsins

1 Eins og hind leitar lindarvatnsins
þannig leitar hjarta mitt,
Guð, að þér uns það fyllist friði
er það finnur upphaf sitt.
Skjöldur, hlíf mín og hjálp ert þú.
Mín heitust löngun og bæn er sú,
Drottinn, einum að þóknast þér
og að þjóna hvar sem er.

2 Konungstign þín er öllu æðri,
samt þú elskar sérhvern mann,
ert sá bróðir og besti vinur
sem ei bregst þótt svíki hann.
Skjöldur, hlíf mín ...

3 Gull og silfur ég girnist ekki
því mín gæfa er í þér,
gleðilindin er lengi' ég þráði,
sem allt lífið endist mér.
Skjöldur, hlíf mín ...

T Martin Nystrom 1983 v. 1 – Lydia Pederson 1995 v. 2 og 3 – Lilja S. Kristjánsdóttir, 2003
As the deer pants for the water
L Martin Nystrom 1983
AS THE DEER (Nystrom)
Sálmar með sama lagi 742
Biblíutilvísun Sálm. 42.2–3

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is