Sálmabók

587. Ó, Drottinn Guð, ég lofa dásemd þína

1 Ó, Drottinn Guð, ég lofa dásemd þína
sem dag hvern leggur þú í hendur mér.
Ég þakka lífið, vernd og vegferð mína
og vil í trú og auðmýkt fylgja þér.
:,: Þá syngur, Guð minn, sála mín til þín!
Þú mikill ert! Þú mikill ert! :,:

2 Ég horfi yfir það sem hönd þín gefur
og hugsa um það allt sem skapar þú.
Ég heyri þrumur, veit hvar sólin sefur
og sé hve nærri máttur þinn er nú.
Þá syngur, Guð minn ...

3 Af fjallsbrún horfi yfir fagra dali
við fuglasöng og hljóðan vængjaslátt
og lækjarnið er blærinn ljúfi, svali
þar lofar Drottins visku, náð og mátt.
Þá syngur, Guð minn ...

4 Þá man ég hvað Guðs gæska varð að þreyja
er gaf sinn son, sem byrðar mínar ber,
og synda minna vegna vildi deyja
en vekur mig til lífs á ný með sér.
Þá syngur, Guð minn ...

5 Og loks um síðir þegar Kristur kemur
og kallar mig og segir: Hjá mér vert,
í auðmýkt lýt ég honum öllu fremur
og elsku hans: Ó, Guð, þú mikill ert!
Þá syngur, Guð minn ...

T Carl G. Boberg 1885 – Stuart W.K. Hine 1949 – Kristján Valur Ingólfsson 2014, 2020
O Store Gud, när jag den värld beskådar
L Sænskt þjóðlag – Sanningsvitnet 1889
O store Gud, när jag den värld beskådar
Sálmar með sama lagi 711

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is