Sálmabók

595. Þú settir þig neðst

1 Þú settir þig neðst hjá þeim smæstu á jörð,
þú settir þig upp móti voldugra gjörð,
þú settir þig inn í hins svívirta neyð,
þú settir þig hátt yfir ótta og deyð.

2 Þú talar frá hæðum, hér ertu þó nær,
því hvergi og enginn þar svikið þig fær.
Þú lifir og þjáist og elskar enn hér
og ekkert er líf nema lífið í þér.

3 Þú kallar á jörð eftir frelsi og frið,
þótt föllum vér frá samt þú veitir oss grið,
þú fylgir oss dýpst inn í kvalinna kíf,
þú kveikir í oss mitt í dauðanum líf.

4 Þú sendir oss niður í lægingu lægst,
þú leiðir oss upp til hins volduga hæst.
Þú lifir í oss innst í leyndum. Þig kýs
sá er lifir í þér efsti dagur er rís.

T Hans Anker Jørgensen 1986 ̶ Kristján Valur Ingólfsson 2006 – Vb. 2013
Du satte dig selv i de nederste sted
L Merete Wendler 1986 – Vb. 2013
Du satte dig selv i de nederste sted
Eldra númer 826
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is