Sálmabók

621. Guðs kirkja er byggð á bjargi

1 Guðs kirkja' er byggð á bjargi
en bjargið Jesús er,
hún er hans undrasmíði
sem alla dýrð hans ber.
Af vatni, orði' og anda
hún öðlast hefur líf
og sett á öllum öldum
sem allra þjóða hlíf.

2 Í hennar háu sölum
býr heilög, frelsuð drótt,
í trú og einum anda
hún á sinn mikla þrótt.
Þar rúmast allir inni
með einum hug og sál
og sérhver kynslóð sést þar
og sérhvert heyrist mál.

3 Hún lýst er upp með ljósi
sem lýsir út um heim
í nákalt niðamyrkrið
og næturskuggans geim.
Á ljós það lýðir stefna
sem líkn og sannleik þrá,
þar rúm er öllum reiknað
sem ratað þangað fá.

4 Og þar er gott að þreyja
því þrennur Guð og einn
þar vakir öllum yfir
svo ekki glatist neinn
sem þar í trú og trausti
sér tryggir samastað
og flýr úr syndafjötrum
í frelsisvígið það.

T Samuel J. Stone 1866 – Friðrik Friðriksson, 1947 – Sb. 1972
The Church´s one foundation
L Samuel S. Wesley 1864 – BÞ 1903
AURELIA/ The Church´s one foundation
Eldra númer 288
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is