Sálmabók

635. Enginn örvænta skyldi

1 Enginn örvænta skyldi
þó iðrast hafi seint,
söm er Guðs sonar mildi
sé annars hjartað hreint
því hvorki við stað né stundir
stíluð er Drottins náð,
allt fram andlátið undir
oss býðst hans hjálparráð.

2 En þú skalt ekki treysta
óvissri dauðastund
né Guðs með glæpum freista,
gjörandi þér í lund
náðartíminn sé næsta
nógur höndum fyrir,
slíkt er hættusemd hæsta,
henni Guð forði mér.

T Hallgrímur Pétursson Ps. 39
L Gesius 1603 – Ssb. 1936
Befiehl du deine Wege
Sálmar með sama lagi 97a
Eldra númer 328
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is