Sálmabók

672. Hvar sem ég er

1 Hvar sem ég er
enginn það sér
að ég þarf vin sem hefur
örlitla stund
ætlaða mér.
Enginn sinn tíma gefur.

2 Guð hefur stund,
gleymir ei mér,
Guð heyrir bænir allar.
Tárum í bros
breytir hann hér,
barnið sitt mig hann kallar.

3 Guð minn, ég bið,
gættu mín vel,
gefðu mér blessun þína.
Breyskur þótt sé
fús þér ég fel
framtíð og vegu mína.

T Britt G. Hallquist 1958 – Lilja S. Kristjánsdóttir 1979 – Vb. 1991
Alla har brått
L Egil Hovland 1977 – Vb. 1991
Alla har brått
Eldra númer 549
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is